Lítill svifþörungagróður er nú í Mývatni. Hér til vinstri er línurit frá því í gær sem sýnir framvindu þörunganna síðustu 9 daga. Svarta línan er heildarmagn blaðgrænu (míkrógrömm í hverjum lítra vatns), græna línan sýnir grænþörunga, sú gula sýnir kísilþörunga og blágræna línan sýnir bláþörunga. Sveiflurnar eru dægursveiflur. Einn sólarhringur er milli lóðréttu línanna á grafinu. Síritinn er í útfalli Laxár við Geirastaði.
Phytoplankton in Lake Myvatn is minimal these days. Here is a graph from yesterday showing the situation in the lake Myvatn outlet in the last nine days. The black line shows total chlorophyl, green is green algae, yellow is diatoms and blue-green is cyanobacteria.  The daily fluctuations are prominent.