Blágræna bakterían Anabaena circinalis í Mývatni. The cyanobacterium Anabaena circinalis in Mývatn.

Þennan ágústmánuð hafa Mývatn og Laxá verið lituð af svonefndu ,,leirlosi“, en það er í raun blágrænar bakteríur (kallaðar Cyanobacteria)  sem ná svo miklum þéttleika  að vatnið tekur lit af þeim og lítur út eins og það hafi gruggast. Þar af nafnið. Fyrri hluta sumars var Mývatn óvenju tært, en leirlosið hófst laust fyrir mánaðamótin júlí-ágúst og hefur orðið mjög mikið á köflum, eins og meðfylgjandi línurit sýnir. Hámarki náði ,,blóminn“ þann 15. ágúst, skv. sírita RAMÝ í útfalli vatnsins við Geirastaði. Leirlos hefur verið viðloðandi Mývatn frá ómunatíð, en tíðni þess og magn hefur verið breytilegt, og stundum líða heil sumur án þess að það komi. Ekki er vitað hvað stjórnar þessu, og er það ein stærsta óleysta gáta í lífríki Mývatns og Laxár um þessar mundir. Tvær tegundir baktería koma við sögu (Anabaena circinalis og Anabaena flos-aquae á fræðimáli). Þær eru niturbindandi lífverur og sjá lífríkinu fyrir nitri sem annars myndi skorta.  En magn slíkra baktería getur orðið meira en góðu hófi gegnir og þá byrgja þær úti allt ljós.

Leirlosið í ágúst hefur verið óvenju mikið. The Cyanobacteria bloom has been heavy this August.

Svifþörungar og bakteríur í útfalli Laxár úr Mývatni.Skjámynd af sírita RAMÝ á Geirastöðum. Línuritið á myndinni hefst 6. ágúst. A record of the phytoplankton in the river Laxá. It is dominated by Cyanobacteria (blue line). Black line represents total phytoplankton. This graph begins August 6th.

This August Lake Mývatn and the river Laxá have been coloured by a bloom of Cyanobacteria. These are photosynthesising, nitrogen-fixing bacteria which are typical of eutrophic water. Such blooms have always been typical for Mývatn, but their intensity and frequency varies much over the year and from one year to another. The reason for this variation between years is not known yet but research is underway. The situation is monitored by a recorder in the lake’s outlet by Geirastaðir (see figure).  The bloom started in the last week of July but in June and the first three weeks of July the lake had been exceptionally clear. The maximum amount was recorded on August 15th. Two species of bacteria form the bloom (Anabaena circinalis and Anabaena flos-aquae).