Barlómur

Þessi lómur lætur ekki deigan síga þrátt fyrir miklar vatnavexti og leysingar við Mývatn. Hann hefur gert sér hreiður á sinni þúfu, liggur á og heldur þar sjó, sama hvað gengur á í kringum hann. Í dag er allhvasst en 18 stiga hiti, ísinn hefur loks bráðnað af vötnum...

Flugnagildrur

Þegar bárurnar á vatninu hvítna í faldinn líkt og gerðist í dag, er of hvasst til að telja fugla. Þess í stað settu starfsmenn Ramý upp nokkrar flugnagildrur á venjubundnum stöðum. On windy days it’s impossible to count the birds on the lake. So the day was used...

Kvæði með kaffinu

Í veðurblíðunni í gær litum við í heimsókn til Kára og Jóhönnu í Garði. Það er alltaf margt fróðlegt og skemmtilegt spjallað þar undir húsvegg, en yfir kaffinu fengum við í hendur bók með kvæðum skáldkonunnar góðu, Jakobínu Sigurðardóttur frá Garði, móður Kára. Þar...

Fuglatalning hafin

  Árleg vatnafuglatalning hófst í gær, heldur seinna en vanalega, enda hefur vorið verið kalt og vatnið lengi ísi lagt, svo fuglinn hefur mátt híma og bíða annars staðar. Byrjað var á Grænavatni og eins var talið af Fellshól og var allt með hefðbundnum hætti á...

Árni Gíslason, in memoriam

Árni á Laxárbakka er látinn. Hann starfaði sem húsvörður við Náttúrurannsóknastöðina allt frá upphafi 1974 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir örfáum árum. Hann var vinur allra sem þar störfuðu, – og þeir eru æði margir, – og lét það...