Rannsóknastöðin

Rannsóknastöðin er í gamla prestshúsinu að Skútustöðum, og er þar bæði gisti- og vinnuaðstaða. Einnig hefur stöðin til afnota gömul fjárhús og áfasta hlöðu sem tilheyra prestsetrinu á Skútustöðum. Þessi hús hafa staðið ónotuð áratugum saman. Stefnt er að því að endurnýja húsin þannig að þau nýtist fyrir starfsemi stöðvarinnar. Gangi það eftir munu opnast nýir og spennandi möguleikar fyrir rannsóknir og fræðslu í Mývatnssveit. Stöðin hefur yfir tveimur bátum með utanborðsmótorum að ráða, sem og tveimur bílum.

Starfsmenn stöðvarinnar aðstoða erlenda vísindamenn og hópa við að finna og leigja húsnæði í sveitinni eftir bestu getu.

Starfsfólk

Fagráð

Árni Einarsson

líffræðingur

forstöðumaður

sími: 892-4281
netfang: arnie@hi.is

Unnur Jökulsdóttir

rithöfundur

útgáfu- og kynningarstjóri

sími: 897-4288
netfang: unnurj@hi.is

Erla Björk Örnólfsdóttir
Hólaskóli, fulltrúi Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn

Eydís S. Eiríksdóttir
Hafrannsóknastofnun

Gísli Már Gíslason
Háskóli Íslands

Hanna Sigrún Helgadóttir
fulltrúi sveitarfélaga við Mývatn og Laxá

Ólafur Karl Nielsen
Náttúrufræðistofnun Íslands