Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (Ramý) auglýsir eftir starfsfólki í greiningarvinnu. (3 störf). Ramý safnar árlega sýnum af undirstöðulífverum í vatninu, einkum af svifþörungum, mýi og krabbadýrum. Vinnan felst í flokkun og greiningu sýnanna. Vinnutímabil: Júní-ágúst. Æskilegt er að fá ungt háskólafólk eða fólk með áhuga á náttúru- eða umhverfisfræði. Best væri ef það væri búsett við Mývatn eða nágrenni, og slíkt fólk hefði forgang. Stöðin hefur auk þess samning við HÍ um aðstöðu í Öskju (náttúruvísindahúsinu) svo að höfuðborgarbúar koma einnig til greina.
Áhugasamir hafi samband við Árna Einarsson, forstöðumann Ramý, arnie@hi.is, eða í sima 8924281.