Fuglatalningin vel á veg komin

Árleg vatnafuglatalning hófst í síðustu viku og hefur miðað vel í góðviðrinu sem ríkt hefur í Mývatnssveit að undanförnu. Búið er að fara yfir meirihlutann af svæðinu en enn á eftir að athuga fuglalíf á Laxá. Ljóst er að mikið er af fugli, en tölur verða birtar þegar...

Þrjú sumarstörf

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (Ramý) auglýsir eftir starfsfólki í greiningarvinnu. (3 störf). Ramý safnar árlega sýnum af undirstöðulífverum í vatninu, einkum af svifþörungum, mýi og krabbadýrum. Vinnan felst í flokkun og greiningu sýnanna. Vinnutímabil:...

Náttúrufræðingurinn helgaður Arnþóri Garðarssyni

Náttúrufræðingurinn, 1.-4. hefti, 79. árgangur, 2010 er kominn út.
 Hann er að þessu sinni helgaður Arnþóri Garðarssyni,
 prófessor, en hann varð sjötugur þann 6. júlí 2008. Arnþór var fyrsti stjórnarformaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og hóf talningar á...