Fuglatalningarfólk á heimleið. Belgjarfjall í baksýn.

Fuglatalningarfólk á heimleið. Belgjarfjall í baksýn.

Árleg vatnafuglatalning hófst í síðustu viku og hefur miðað vel í góðviðrinu sem ríkt hefur í Mývatnssveit að undanförnu. Búið er að fara yfir meirihlutann af svæðinu en enn á eftir að athuga fuglalíf á Laxá. Ljóst er að mikið er af fugli, en tölur verða birtar þegar á líður.
Eins og vanalega hafa ýmsir hefðbundnir og óhefðbundnir gestir sést. Af sjaldgæfum fuglum sem sést hafa að þessu sinni má nefna ljóshöfðaönd, taumönd, skeiðönd, skutulönd, hringönd og hvinönd. Einn lyngstelkur flaug norður yfir Höfða þann 18. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund sést í Mývatnssveit.
Dvergmáfspar var mætt á sinn hefðbundna varpstað í Mývatnssveit. Þar hafa þeir orpið af og til síðan 2003, og að minnsta kosti einu sinni komið upp ungum.

jasmin - kaka

Jasmin Seifried bakaði þessa dásamlegu húsandar-súkkulaðiköku.

Dvergmáfur

Dvergmáfur