Sumar?

Loks þegar létti til um miðjan dag var heldur kuldalegt um að litast. Nýfallinn snjór í fjöllum. Viðurinn er enn varla laufgaður og það er að koma júlí! When it finally cleared up today this is what we saw. New snow on the hilltops. And the leaves are hardly out yet,...

Ferlaufungur

Þegar aðrar plöntur eru enn að hika við að láta á sér kræla vegna kulda og sólarleysis hefur ferlaufungurinn árætt að ganga alla leið og er kominn vel á veg með sín mál. En plönturnar eru smávaxnar og gulir flekkir á blaðröndum (plantan á bakvið) benda til þess að...

Reklar í poka

Rannsóknahópur Wisconsinháskóla hefur ekki látið deigan síga frá því hann kom hingað í maí. Eitt af verkefnum þeirra felst í því að rannsaka hvort áburðaráhrif mýflugna komi fram í vexti grasbíta á víði á vatnsbakkanum. Fylgst er með vexti fiðrildalirfa á víðireklum,...

Dúnþurrkun

Á sunnudaginn var rákumst við á Atla Vigfússon á Laxamýri þar sem hann var að þurrka æðardún. Heldur gekk þetta illa vegna óþurrka og sólarleysis. Talsvert æðarvarp er á Laxamýri og eitt og eitt æðarpar leitar langt upp eftir ánni til varps. Atli Vigfússon at Laxamýri...

Fornleifarannsóknir hafnar

Í gær mætti hópur fornleifafræðinga á staðinn og tók til þar sem frá var horfið í fyrrasumar. Hópurinn er tvískiptur, annar hlutinn er við rannsóknir á kirkjugarðinum forna á Hofstöðum, hinn hlutinn vinnur að uppgreftri sorphaugsins mikla á Skútustöðum. Sorphaugurinn...