ferlaufungurÞegar aðrar plöntur eru enn að hika við að láta á sér kræla vegna kulda og sólarleysis hefur ferlaufungurinn árætt að ganga alla leið og er kominn vel á veg með sín mál. En plönturnar eru smávaxnar og gulir flekkir á blaðröndum (plantan á bakvið) benda til þess að þeim líki ekki alls kostar árferðið. Þessi sjaldgæfa og alfriðaða planta finnst á nokkrum stöðum við Mývatn.
The rare and protected Herb Paris is now flowering at Myvatn despite the cold weather.