júl 12, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Jake Vanderzanden prófessor, sem starfar við vatnalíffræðistöðina í Madison í Bandaríkjunum, er mættur í rannsóknastöðina. Hann hafði með sér sírita sem verið er að setja í Mývatn í dag og mælir súrefni, grugg, leiðni og bláþörungamagn. Ætlunin er að hafa tækið í...
júl 4, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Randakönguló heitir hún þessi og er ekki óalgeng við Mývatn. Hún finnst víða um Þingeyjarsýslur en varla annars staðar hér á landi. Hún situr gjarnan á trjám og í sefi og villir á sér heimildir með því að leggja langar lappirnar saman til að líkjast fugladriti. Þegar...
júl 3, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Í vor hefur staðið yfir undirbúningur að 10 ára verkefni sem lýtur að nákvæmum mælingum á næstu mýsveiflu í vatninu. Verkefnið er kostað af bandaríska vísindasjóðnum og verða gerðar reglubundnar mælingar á ýmsum umhverfisþáttum og afkomu mýlirfa á þessu tímabili....
júl 3, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Eyjan Dritey er í Mývatni sunnanverðu. Hún hefur minnkað mikið síðan rannsóknastöðin tók til starfa fyrir 36 árum. Veldur því einkum ísagangur á vorin þegar ísfeldurinn á Syðriflóa hefur losnað og rekur undan vindi. Nú er Dritey aðeins lítið sker, en krían heldur þó...
júl 2, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Þá er hornsílakönnuninni lokið í bili. Veitt var á átta stöðum í vatninu eins og venjulega. Alls veiddust 10.934 síli, sem eru næstum þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra (4239) og tvöfalt fleiri en í hitteðfyrra (5537). Fylgst er með árgangaskiptingu, sýkingartíðni...