ágú 31, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Þær eru stásslegar þessar vargdömur sem stungu sér niður á starfsmann Náttúrurannsóknastöðvarinnar í fyrradag. Um hvað skyldu þær vera að spjalla? „Ég elska þessa O-mínus gaura, ekkert jafnast á við þá, þeir fá mitt atkvæði, og það með báðum fótum.“ These...
ágú 30, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Í dag var unnið í sameiginlegu verkefni RAMÝ og Fornleifastofnunar sem snýst um aldursgreiningu forngarða í Kelduhverfi. Við vorum í blíðskaparveðri að skoða öskulög í görðum víðs vegar um Kelduhverfi, meðal annars í Bláskógum þar sem þessi mynd var tekin. Á henni...
ágú 29, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Þann 1. júlí sl. sögðum við frá Chris og Rebeccu sem komu frá Bretlandi til að safna flugum vegna strontíumrannsókna. Þá var svo lítið af rykmýi að þau þurftu að lokka til sín flugur með söng. Nú eru þau komin aftur, en aðstæður eru breyttar. Þetta kallast víst...
ágú 29, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Fáir þekkja þessa plöntu, en hún er mjög algeng við Mývatn. Þetta er mýraberjalyng, litla systir trönuberjalyngs. Lyngið vex í barnamosa en blöðin eru gisin, stönglarnir örgrannir og skriðulir, berin stök og lítið áberandi þótt eldrauð séu. Engin ber eru þetta árið en...
ágú 28, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Árleg úttekt Veiðimálastofnunar á silungastofnum Mývatns stendur nú yfir. Úttektin er gerð að tilhlutan RAMÝ og er fólgin í samræmdu veiðiátaki með netum af mismunandi möskvastærð. Þannig fæst mynd af ástandi stofnsins, hversu mikið er af ungfiski o.s.frv. Það eru...