Fuglatalningin er vel á veg komin þrátt fyrir að hafa tafist í upphafi vegna harðinda vorsins. Það má eiginlega segja að sumarið hafi skollið á með sama hvelli og veturinn gerði síðast liðið haust. Sólskin og norðlensk hitabylgja dag eftir dag, snjórinn bráðnar og jörðin verður græn með undraverðum hraða, mýflugurnar vakna til lífsins og fuglarnir standa á blístri. Hér má sjá fuglatalningateymið á toppi Vindbelgjafjalls með ungan ritara með í för.

The bird counting team on top of mountain Vindbelgjafjall on a good day.