Þegar fuglatalningafólk RAMÝ bar að garði í Svartárkoti á dögunum var Elín að þvo húsandaregg vorsins. Talsvert húsandarvarp er í Svartárkoti, mest í kössum í útihúsunum og er það eina verulega varpið utan Mývatns og Laxár. Að sögn Elínar hófst varp þar af alvöru 1966, þegar braggahlaðan var byggð í Svartárkoti. Húsöndin verpur í holum, einkum í hrauninu umhverfis Mývatn, en um tíundi hluti stofnsins notfærir sér varpkassa sem heimamenn hafa sett upp á bæjunum. Endurnar hafa þann sið að verpa eggjum hver í annarra hreiður og geta góðir varpkassar þannig gefið af sér tugi eggja.
When the RAMY people visited one of the farms south of Myvatn during the annual duck census they met one of the farmers curing the harvest of duck eggs. The ducks lay far more eggs than the number of chicks that survive. The tradition to leave a number of eggs in each nest ensures a sustainable harvest.