Bárugarðarnir við Mývatn eru malarhryggir úr gjalli sem ísinn á vatninu hefur spyrnt upp. Þeir sjást víða meðfram bökkum vatnsins en mörg bárugarðasvæðin hafa verið sléttuð undir tún. Bárugarðarnir á myndinni eru við Vagnbrekku og sáust vel í kvöldsólinni í vor. Jóhannes Sigfinnsson bóndi, náttúrufræðingur og listamaður á Grímsstöðum við Mývatn ritaði merka grein um bárugarðana í Náttúrufræðinginn árið 1957.
These concentric ridges of volcanic scoria have been pushed up by the ice on Lake Myvatn in the past. Such formations are common around the lake but many have been leveled out to make room for hayfields.