jún 22, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Straumönd hefur fjölgað mikið á efri hluta Laxár frá því talningar hófust árið 1965, og hefur verið spennandi að fylgjast með framvindunni á þessu höfuðvígi straumandarinnar á Íslandi. Fyrstu verulegu merkin um fjölgun var árið 1981 en stóra stökkið var 1986-87. Skörð...
jún 21, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Hjördís Finnbogadóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns við Rannsóknastöðina við Mývatn. Starfið var auglýst í maí og stöðinni bárust 30 umsóknir. Hjördís er búsett á Nónbjargi við Mývatn, en hún er fædd á Geirastöðum og ólst þar upp fyrstu árin. Hún er því vel...
jún 21, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Laugardaginn 18. júní var Opið hús í Ramý og sveitungar, vinir og velunnarar litu við, kynntu sér rannsóknirnar og þáðu kaffi og kleinur. Rannsóknateymin sögðu frá því hvers vegna hvernig þau hafa óþrjótandi áhuga á mýflugum, hvernig og hvar þau telja mýflugur, sýndu...
jún 20, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Þegar fuglatalningafólk RAMÝ bar að garði í Svartárkoti á dögunum var Elín að þvo húsandaregg vorsins. Talsvert húsandarvarp er í Svartárkoti, mest í kössum í útihúsunum og er það eina verulega varpið utan Mývatns og Laxár. Að sögn Elínar hófst varp þar af alvöru...
jún 8, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Einn af bandarísku háskólanemunum sem hér dvelja í sumar, Kyle að nafni, er að rannsaka skordýralíf í eyjum og hólmum í Mývatni og Vestmannsvatni. Hugmyndin er að bera saman dýralíf í misstórum eyjum og kanna hvort stærð eyjanna skipti einhverju máli í því sambandi....