júl 14, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Fornleifarannsóknir standa nú yfir á nokkrum stöðum á Mývatns- og Laxársvæðinu. Verið er að skrá fornminjar í Laxárdal, og á Hofstöðum er kirkjugarðurinn til rannsóknar. Á Skútustöðum er grafið af kappi í mikinn öskuhaug sem spannar tímann frá landnámi til 20. aldar....
júl 12, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Birkir Fanndal hafði samband til að vekja athygli okkar á bleikum kúlum á stærð við epli í Mývatni. Er við komum á staðinn blasti við okkur furðuleg sjón. Hér eru á ferð brennisteinsbakteríur sem mynda stóra poka í vatninu. Brennisteinsbakteríur eru algengar þar sem...
júl 12, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Tignarleg er hún þar sem hún rís yfir Ódáðahrauni, snævi krýnd hið efra. Enn er mikill snjór í hæstu fjöllum þótt sumarið sé loks komið. Mount Herðubreið in Ódáðahraun. Still crowned with snow.
júl 12, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Við slógumst í för með Árna í Garði og nokkrum starfsmönnum Fornleifastofnunar á sunnudaginn var til að mæla, skrá og mynda kringlótta rúst á afviknum stað í Ódáðahrauni. Tilgangur mannvirkisins er enn hrein ráðgáta og aldurinn óþekktur. Hér er Garðar Guðmundsson að...
júl 12, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Hann virtist sallarólegur þessi brandugluungi þegar við rákumst á hann úti í móa í liðinni viku. We came across this young short-eared owl last week.
júl 12, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Jake Vanderzanden prófessor, sem starfar við vatnalíffræðistöðina í Madison í Bandaríkjunum, er mættur í rannsóknastöðina. Hann hafði með sér sírita sem verið er að setja í Mývatn í dag og mælir súrefni, grugg, leiðni og bláþörungamagn. Ætlunin er að hafa tækið í...