Haust_Myvatn

Haustlitir við Mývatn

Dagurinn í dag er helgaður íslenskri náttúru. Eins og allir vita er náttúra landsins okkar að mörgu leyti einstök og verndun hennar krefst árvekni, þekkingar og fórnfýsi. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn er einn möskvi í þekkingarneti sem á að stuðla að slíkri verndun. Við óskum landsmönnum til hamingju með daginn, – einnig Ómari Ragnarssyni, sem á afmæli í dag, en dagurinn er einmitt haldinn hátíðlegur á þessum mánaðardegi til að heiðra starf hans.