Í fyrradag varði Ulf Hauptfleisch doktorsritgerð sína í jarðfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um kafla í sögu Mývatns eins og hún verður lesin úr setlögum vatnsins. Ulf hefur unnið að verkefninu um árabil við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn undir handleiðslu Árna Einarssonar. Andmælendur við doktorsvörnina voru Svante Björck, prófessor við Lundarháskóla og Bent V. Odgaard prófessor við Árósaháskóla.  Við óskum Ulf til hamingju með árangurinn. Nálgast má doktorsritgerðina hér: pdf

Ulf Hauptfleisch has completed his PhD project on the palaeolimnology of Mývatn. His work was focused on the history of the lake biota over the last 150 years.