Eyjan Dritey er í Mývatni sunnanverðu. Hún hefur minnkað mikið síðan rannsóknastöðin tók til starfa fyrir 36 árum. Veldur því einkum ísagangur á vorin þegar ísfeldurinn á Syðriflóa hefur losnað og rekur undan vindi. Nú er Dritey aðeins lítið sker, en krían heldur þó áfram að skaffa drit svo hún megi bera fyrri hluta nafns með rentu.
Dritey is a small island in the southern part of Mývatn. It has shrunk considerably in the last 30 years or so, mainly due to erosion by ice in the spring when big ice floes hit the island.