Picture 272Að því hlaut að koma að duggandarstofninn léti á sjá. Mörg undanfarin ár hafa aðeins fáir duggandarungar komist á legg, En það var ekki fyrr en síðasta sumar að stofninn féll. Í vor (granna línan) voru líka fáar duggendur og sagan endurtók sig svo í talningunni í síðustu viku. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þetta eru straumhvörf hjá stofninum. Líkur eru á að duggöndin sé að láta í minni pokann fyrir skúföndinni frænku sinni sem er að sækja í sig veðrið um land allt. Vafalaust spilar inní að uppáhaldsfæða duggandarinnar hefur verið á undanhaldi í Mývatni undanfarna tvo áratugi.
The scaup population at Myvatn reached a very low level last year and this  year seems to be similar. It seems likely that the scaup is loosing the competition with her closely related tufted duck which is expanding rapidly. The decline in the favorite food species of the scaup surely plays a role as well.