Í gær og í fyrradag voru fuglar taldir í Laxárdal. Á Þverá rákumst við á kunnuglegan fugl, Áskel Jónasson, sem var svo elskulegur að sýna okkur gamla bæinn, nýuppgerðan. Hann sagði að enn væru mörg handtökin eftir, en það sem við sáum var unun á að horfa. Okkur fannst mikið til þess koma að sjá hvernig bæjarlækurinn var leiddur inn í bæinn, en af því hlýtur að hafa verið ómælt hagræði.
Fuglalíf var einstaklega mikið í dalnum. Óvenjulega mikið er nú af húsönd á Laxánni og minnumst við ekki annars eins fjölda á þessum slóðum. Versnandi átuskilyrði í Mývatni eiga ef til vill hlut að máli, en Jón á Auðnum tjáði okkur að mikil áta væri nú í ánni, bæði bobbar og bitmýslirfur, og er líklegt að það skipti miklu.
The last two days have been spent counting the birds in the Laxárdalur valley. There is an exceptional density of Barrow’s goldeneye there now. We met Ákell Jónasson at Thverá, who showed us around in the newly and beautifully renovated old farmhouse.