Magnus Johansson

Magnus Johansson

Ein af þeim fjölmörgu rannsóknum sem stundaðar eru við Mývatn snúast um vatnabobbann. Sænski doktorsneminn Magnus Johansson rannsakar erfðabreytileika og þróun vatnabobbans (Radix balthica) í Mývatni. Athygli hans beinist að því hvort mismunandi hitastig í uppsprettunum hafi leitt til aðskilnaðar stofna. Leiðbeinandi Magnúsar er Anssi Laurila við Uppsalaháskóla, sem hefur lagt mikla stund á svipaðar rannsóknir á froskum. Á myndinni sést Magnús með kerfi af ílátum sem gera honum kleift að fylgjast með afdrifum bobba frá mismunandi stöðum við ein og sömu lífskilyrði.