Fornleifarannsóknir standa nú yfir á nokkrum stöðum á Mývatns- og Laxársvæðinu. Verið er að skrá fornminjar í Laxárdal, og á Hofstöðum er kirkjugarðurinn til rannsóknar. Á Skútustöðum er grafið af kappi í mikinn öskuhaug sem spannar tímann frá landnámi til 20. aldar. Jafnframt er kappkostað að aldursgreina elstu byggð á ýmsum stöðum og finna kuml þar sem grunur leikur á slíkum minjum. Við heimsóttum fornleifafræðinga að störfum á Þegjandadal. Þar hefur fundist kumlateigur og á myndinni má sjá tvær opnar grafir. Sjá nánar á vef Hins þingeyska fornleifafélags.
Several archaeological projects are being carried out in the Myvatn-Laxá region. These include a survey in Laxárdalur valley, an excavation of an 11th century churchyard at Hofstaðir, an excavation of a big midden at Skútustaðir, an excavation of a pre-Christian burial site in Þegjandadalur (photo) and the dating and location of early settlements in various places.