Okkur barst óvænt hjálp við haustverkin í síðustu viku þegar stöðvarhundurinn Fróði settist undir stýri. Bátar voru þrifnir og settir á hús, flugnagildrur, hitamælar og þörungamælar tekin upp, hornsíli talin og greind og sitthvað fleira. Nú má veturinn koma.
Við minnum á Facebook síðu Ramý fyrir frekari fréttir frá sumrinu.
