HelmaÞessi smávaxni sveppur skartaði sínu fegursta á Neslandatanga. Stafurinn eins og sjálflýsandi og hatturinn mófjólublár og fallega rákóttur. Kræki- og mýraberjalyng myndar umgjörðina. Tegundin er af ættkvíslinni Mycena og samkvæmt sveppabók Helga Hallgrímssonar nefnast slíkir sveppir ,,hemlur“ á íslensku.
A small mushroom  of the genus Mycena growing on Neslandatangi by Myvatn.