Séð út um glugga rannsóknastöðvarinnar

Séð út um glugga rannsóknastöðvarinnar

Nú snjóar í Mývatnssveit og því hefur verið gert hlé á fuglatalningunni sem er komin nokkuð á veg, búið að telja hátt í fimm þúsund fugla. Í fyrra voru taldir um 29 þúsund fuglar. Fuglar eru lítt byrjaðir að verpa svo að hretið hefur varla merkjanleg áhrif á þá. Fuglarnir halda að mestu kyrru fyrir á þessum árstíma og talning mun halda áfram er veðrinu slotar eins og ekkert hafi í skorist. Í gær sást hér rákönd, sem er sjaldgæf amrísk urtandartegund.

It is snowing now and the annual bird census has been halted. Five thousand birds out of about 29 thousand (last year’s total) have been counted. The snowstorm is not likely to affect the birds, and the count  can proceed when the wind calms down, because the birds do not move very much at this time of the year. A green-winged teal, a rare vagrant from America, was spotted yesterday.