Í vor hefur staðið yfir undirbúningur að 10 ára verkefni sem lýtur að nákvæmum mælingum á næstu mýsveiflu í vatninu. Verkefnið er kostað af bandaríska vísindasjóðnum og verða gerðar reglubundnar mælingar á ýmsum umhverfisþáttum og afkomu mýlirfa á þessu tímabili. Fjöldi manns tengist verkefninu og verður gerð grein fyrir fólki og framvindu eftir því sem tilefni gefst. Í dag kom Mireia Bartrons, spænskur vatnalíffræðingur hingað og mun verða við sýnatökur úr vatninu næstu vikurnar. Hún var hér einnig fyrr í vor. Frá vinstri: Page Mieritz og Mireia.
This spring has seen the preparation for a 10 year project aimed at understanding the dynamics of the enormous fluctuations in the Myvatn food web. This project involves a number of people. Today Mireia Bartrons a Catalonian limnologist arrived. She will spend this month taking samples from the lake. From left: Page Mieritz and Mireia.