Í veðurblíðunni í gær litum við í heimsókn til Kára og Jóhönnu í Garði. Það er alltaf margt fróðlegt og skemmtilegt spjallað þar undir húsvegg, en yfir kaffinu fengum við í hendur bók með kvæðum skáldkonunnar góðu, Jakobínu Sigurðardóttur frá Garði, móður Kára. Þar var meðal annars þessi fallega vorvísa sem var eins og ort til þessa dags:
Vakið er aftur vatnahljóðið kátt.
Vorsólin skín á innistaðna hjörð.
Frjóvgandi blær úr bjartri suðurátt
brúðgumahöndum fer um nakta jörð.