Náttúrufræðingurinn, 1.-4. hefti, 79. árgangur, 2010 er kominn út. Hann er að þessu sinni helgaður Arnþóri Garðarssyni, prófessor, en hann varð sjötugur þann 6. júlí 2008. Arnþór var fyrsti stjórnarformaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og hóf talningar á fuglum og mýfluguum sem enn eru stundaðar af kappi á Mývatni. Rannsóknir hans á fuglalífi Mývatns þróuðust brátt í rannsóknir á flestum stofnum vatnaskordýra og andastofna, ásamt reglubundnum mælingum á ýmsum umhverfisbreytingum. Í þessu hefti eru margar áhugaverðar greinar, og þrjár þeirra snerta náttúru Mývatnssveitar sérstaklega. Þær eru: Fæðuvefur Mývatns eftir Árna Einarsson, Mýframleiðsla og fæðuvefur Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu eftir Gísla Má Gíslason og Af rjúpum og fálkum eftir Ólaf Karl Nielsen.