Hjördís Finnbogadóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns við Rannsóknastöðina við Mývatn. Starfið var auglýst í maí og stöðinni bárust 30 umsóknir. Hjördís er búsett á Nónbjargi við Mývatn, en hún er fædd á Geirastöðum og ólst þar upp fyrstu árin. Hún er því vel kunnug við vatnið og þekkir til hinna sérstæðu búskaparhátta í Mývatnssveit. Ramý fagnar því að fá Hjördísi til starfa.