arn54-150x150Laugardaginn 18. júní kl 14 – 18 verður Opið hús í Náttúruannsóknastöðinni við Mývatn, (Ramý), Skútustöðum 1. Ramý hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Háskólann í Wisconsin og á vegum hans hefur dvalið hér á sumrin vísindafólk og háskólanemar við rannsóknir og störf. Þetta er fólkið sem er á ferðinni um alla sveit með undarlegar gildrur, tól og tæki. Þau ætla að segja frá rannsóknum sínum og leitast við að útskýra hvað þeim finnst svona spennandi við mýflugur. Þau ætla að sýna myndir og segja frá í stuttum fyrirlestrum – og það verður heitt kaffi á könnunni og eitthvað handa krökkum að súpa á. Fyrirlestrarnir verða á ensku en það verða einhverjir á staðnum sem munu þýða ef þörf krefur.

Allir velkomnir!

Hér er slóðin á bloggsíðu rannsóknateymisins frá Wisconsin: www.uwmyvatn.blogspot.com