Á botni Mývatns er þunnt lag af þörungum, bakteríum og örsmáum dýrum sem mynda undirstöðu fæðukeðjunnar. Þetta er heillandi heimur þar sem hver furðuveran er innan um aðrar, í eilífri samkeppni um birtu og næringarefni. Þessi mynd var fönguð síðastliðna nótt og sýnir kísilþörung af ættkvíslinni Cymbella innan um þræði af blágrænum bakteríum.