Okkar ágætu grannar, Örnólfur og Fríða, tóku þessa mynd af stæðilegum rúkraga við veginn hjá Skútustöðum á föstudaginn var, þann 27. maí. Rúkraginn er sérkennilegur fugl, karlfuglinn hefur mikinn fjaðrakrans um háls og höfuð og eru engir tveir karlar eins á litinn. Hópar karla berjast um hylli kvenfuglanna og þá er um að gera að vera með sem flottastan kraga. Rúkraginn er flækingsfugl hér á landi. Fuglinn var með lituð merki á fótum og ætti því að vera hægt að grafast fyrir um uppruna hans.
A male ruff (Philomachus pugnax) was spotted at Skutustadir last Friday 27 May.