Picture 278Hér er samanburður á hitamælingum í Mývatni miðju (miðjum Syðriflóa um 40 cm frá botni) og í Geirastaðaskurði þar sem Laxá fellur úr Mývatni. Línuritið hefst 1. júní 2011 og endar 21. ágúst. Það er greinilegt að dægursveiflan er miklu meiri í útfallinu en í Mývatni, líklega vegna sólarhitunar á leið vatnsins um grunnsvæðin upp frá útfallinu (Álar og Ytri Breiða). Einnig sést að yfir hásumarið bregst vatnið seinna við hitabreytingu (lofthita) en útfallið, en á öðrum tímum fylgjast mælingarnar vel að. Fróðlegt verður að bera þessi línurit saman við mælingar á lofthita á sama tíma.
Here is a comparison of temperature measurements from the central South Basin of Myvatn and from the river outet. The diurnal cycles are more prominent in the outlet, presumably because of solar heating in the shallows upstream from the outlet. The two curves otherwise match closely except in the middle of the summer when the lake lags a bit behind the outlet, probably for the same reason, solar heating. The graph spans the period 1 June-21August 2011.