Einn af bandarísku háskólanemunum sem hér dvelja í sumar, Kyle að nafni, er að rannsaka skordýralíf í eyjum og hólmum í Mývatni og Vestmannsvatni. Hugmyndin er að bera saman dýralíf í misstórum eyjum og kanna hvort stærð eyjanna skipti einhverju máli í því sambandi. Kyle stundar nám við Wisconsinháskóla í Madison borg. Hann mun vera hér sumarlangt og mun jafnframt taka reglulega sýni úr Mývatni í tengslum við tíu ára vöktun vatnsins sem nú er verið að hleypa af stokkunum.
Kyle, one of the University of Wisconsin students at the Myvatn station is studying the biogeography of insects in the many islands and islets in Lakes Myvatn and Vestmannsvatn. Kyle will spend the summer here and in addition to his project he will be taking samples from Lake Myvatn as part of a new extended monitoring programme.