Út er komin skýrsla sem lýsir ástandi grænþörungabreiðunnar í Syðriflóa Mývatns, en kúluskíturinn margfrægi er hluti af henni. Kúluskítur er horfinn úr Mývatni og grænþörungateppið (tvær tegundir) í vatninu eru alveg að hverfa. Þetta er mikil breyting á lífríki vatnsins, sem hófst svo vitað sé um 1990, en engan grunaði þá að myndi enda svona. Breyting sem þessi á sér samsvörun í mjög mörgum vötnum víða um heim og er jafnan rakin til ofauðgunar (eutrophication). Mestar líkur eru á að rekja megi breytinguna til námuvinnslunnar í vatninu 1967-2004 en hún varð til þess að náttúrulegar sveiflur mögnuðust og þykkir bakteríublómar koma með reglulegu millibili.  Lagt er til að (1) reynt verði að takmarka flæði næringarefna (N og P) frá mannabyggð sem mest, (2) næringarefni (N og P) í grunnvatni verði kortlögð og síðan vöktuð og (3) kúluskítur í öðrum vötnum hérlendis verði kannaður.
A new report on the status of lake balls and the green algal bed in the South basin of Lake Mývatn was released yesterday. The main results are that the algal mat (consisting of two species ), formerly a prominent feature of the Mývatn ecosystem has almost disappeared. The lake ball beds, also most characteristic of the lake, have now vanished. The first sign of change was observed around 1990.  Similar changes in other lakes around the world are most often attributed to eutrophication. The change in Mývatn is most probably a consequence of the mining activities in the lake in 1967-2004, which resulted in the amplification of natural ecosystem fluctuations and periodic Cyanobacteria blooms. Three courses of action are recommended (1) Reduce nutrient release from the human settlements as much as possible, (2) map and monitor nutrients in the groundwater and (3) map the situation of lake balls in other lakes in Iceland. PDF