Í dag komu tveir jarðefnafræðingar frá háskólanum í Oxford til að safna dýrum og plöntum úr fæðukeðjum Mývatns til að rannsaka feril strontíums í náttúrunni. Margt er enn á huldu um þann feril og vonast þeir til að Mývatn geti varpað ljósi á hann vegna þess hve mikið það hefur verið rannsakað. Heldur vandaðist þó málið þegar átti að safna mýflugum því að mýstofnarnir eru í lægð og lítil von til að ná marktækum fjölda af flugum. Heppnin var þó með okkur því að í Hrúteyjarnesi var skjól og sól skein í heiði. Þessar fáu mýflugur sem komið hafa upp úr vatninu undanfarna viku voru mættar þarna til að sverma. En þar sem þær flugu of hátt urðum við að lokka þær niður til okkar með söng. Mýflugukarlar laðast að fallegum söng því að hann minnir þá á suðandi sætar mýflugustúlkur. Þetta bragð heppnaðist fullkomlega og Oxfordparið Chris og Rebecca þóttust hafa himin höndum tekið. Hér er Chris með aflann.
Today two geochemists, Chris and Rebecca arrived from Oxford to collect plants and animals from the Myvatn food web for the analysis of strontium isotopes. This year midges are few and far between because of the extremely low population level. We were lucky enough to find some mating swarms in one of the islands. But they were flying too high so we had to lure them down by singing. Male midges think nice singing is sexy because this reminds them of buzzing midge girls. The trick worked perfectly and here is Chris with his catch.