Árni, Dagbjört og Guðrún María.

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps kom í heimsókn í Rannsóknastöðina í gær, heilsaði upp á vísindafólkið sem dvelur í Stöðinni í sumar, skoðaði húsið og hlustaði á fyrirlestur um starfsemina og hin ýmsu rannsóknarverkefni. Þetta voru þau Dagbjört S. Bjarnadóttir oddviti, Karl E. Sveinsson, Eyrún Björnsdóttir og Guðrún María Valgeirsdóttir sveitarstjóri. Við þökkum þeim heimsóknina og bjóðum þau hjartanlega velkomin aftur.