myvatnsstofa2myvatnsstofa1

Úr Mývatnsstofu

Í dag opnaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Mývatnsstofu,nýja gestastofu, sem tileinkuð er Mývatni og Laxá. Mývatnsstofan er í gamla kaupfélagshúsinu í Reykjahlíð. Jafnframt staðfesti umhverfisráðherra verndaráætlun um svæðið. Mývatnsstofan stórbætir aðstöðu ferðamanna til að afla sér upplýsinga um þessa náttúruperlu. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Árni Einarsson eru höfundar sýningarinnar. Leiðarstef hennar er samspil vatns og hrauns, en flest, ef ekki öll náttúrufyrirbæri á svæðinu eru til orðin vegna gagnvirkra áhrifa hrauns og vatns. Mörg náttúruundur í Mývatnssveit eru einstök í sinni röð hér á landi, og eiga sér fáar hliðstæður í öðrum löndum.
Meginmarkmið verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá er að draga fram verndargildi svæðisins og marka stefnu um verndun þess.