maí 31, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Eitt af vorverkum rannsóknastöðvarinnar er að koma fyrir gildrum sem safna í sig mýflugum yfir sumarið. Þessar gildrur hafa verið við Mývatn og Laxá allt frá árinu 1977 og hafa gefið ómetanlegar upplýsingar um sveiflur í mýflugustofnum vatnsins og árinnar. Svo virðist...
maí 30, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Í gær og í fyrradag voru fuglar taldir í Laxárdal. Á Þverá rákumst við á kunnuglegan fugl, Áskel Jónasson, sem var svo elskulegur að sýna okkur gamla bæinn, nýuppgerðan. Hann sagði að enn væru mörg handtökin eftir, en það sem við sáum var unun á að horfa. Okkur...
maí 29, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Okkar ágætu grannar, Örnólfur og Fríða, tóku þessa mynd af stæðilegum rúkraga við veginn hjá Skútustöðum á föstudaginn var, þann 27. maí. Rúkraginn er sérkennilegur fugl, karlfuglinn hefur mikinn fjaðrakrans um háls og höfuð og eru engir tveir karlar eins á litinn....
maí 21, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Laxá fellur úr Mývatni í þremur kvíslum sem mynda tvær eyjar milli sín, Geldingaey og Helgey. Nafn Helgeyjar er ráðgáta, var þarna helgur staður eða var eyjan kennd við einhvern Helga? Finnbogi á Geirastöðum vissi svarið. Hann vísaði okkur á dys óþekkts manns að nafni...
maí 21, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Tímaritið Grapewine birtir grein um kúluskítinn í Mývatni í nýjasta tölublaði sínu. Greinin er á ensku og lýsir skemmtilega ýmsum sérkennum þessa fagra þörungs. Blaðið má nálgast á eftirfarandi slóð: http://www.grapevine.is/media/ pdf/Grapevine_06_2011.pdf The latest...