Skiptir stærðin máli?

Einn af bandarísku háskólanemunum sem hér dvelja í sumar, Kyle að nafni, er að rannsaka skordýralíf í eyjum og hólmum í Mývatni og Vestmannsvatni. Hugmyndin er að bera saman dýralíf í misstórum eyjum og kanna hvort stærð eyjanna skipti einhverju máli í því sambandi....

Enn fjölgar flórgoðum

Flórgoða hefur fjölgað mikið í Mývatnssveit á undanförnum tveimur áratugum. Á árum áður sáust hér að jafnaði 100-200 fuglar í vortalningum. Í vor töldum við okkur sjá tæplega 900 fugla! The Slavonian grebe (called Horned grebe in America) has been increasing over the...

Gargöndinni fjölgar

Hér er línurit sem sýnir hvernig gargöndinni (Mývetningar kalla hana litlu-gráönd) hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Metfjöldi var núna í vor.  Gargöndin er einn af einkennisfuglum Mývatns og Laxár og er fremur sjaldséð annars staðar á Íslandi. This graph...

Fuglatalningu á Mývatni og Laxá lokið

Eftir nokkra glímu við Kára tókst að ljúka fuglatalningu á tilsettum tíma. Talningunum þarf helst að vera lokið fyrir 10 júní, en um það leyti breytist dreifingarmynstur fuglanna mikið. Alls voru taldir 22.660 fuglar sem er um 2000 fuglum færra en í fyrra. Á næstunni...