Fuglatalning gengur vel

Fuglatalning vorsins gengur vel þrátt fyrir seinkun af völdum veðurs. Enn eru nokkur svæði eftir á Mývatni, og svo á eftir að telja fugla á Svartárvatni og Svartá. Rannsóknastöðin nýtur aðstoðar háskólanema frá Þýskalandi við talninguna. Sú heitir Johanna og er  við...

Botnmyndir úr Mývatni

Verið er að prófa myndavélarbúnað sem tekur staðlaðar myndir af botni Mývatns til að fylgjast með ástandi mýstofna. Hér er fyrsta myndin. Hún sýnir leðjubotn vatnsins og á honum liggja nokkrar pípur sem mýlirfur hafa skilið eftir sig. Breidd myndarinnar er um 20 cm....

Frjókornarannsóknir

Indversk stúlka, Baidehi að nafni, dvaldi hjá okkur í síðustu viku. Hún er við nám í Leeds í Englandi og er að vinna að meistaraverkefni sem lýtur að sögu gróðurs við Mývatn. Árið 2009 voru teknir borkjarnar úr Boðatjörn á Skútustöðum, en skammt frá henni standa nú...