Bardagi

Puntkönguló heitir hún og er algeng við Mývatn. Þessir karlar voru að berjast um hylli fagurrar köngulóarstúlku sem sat í nærliggjandi puntstrái. Two fighting males of Larinioides cornutus by Lake Myvatn.

Duggöndin fallin

Að því hlaut að koma að duggandarstofninn léti á sjá. Mörg undanfarin ár hafa aðeins fáir duggandarungar komist á legg, En það var ekki fyrr en síðasta sumar að stofninn féll. Í vor (granna línan) voru líka fáar duggendur og sagan endurtók sig svo í talningunni í...

Blómarós

Í fuglatalningunni í síðustu viku gengum við fram á þessa blómarós uppi á Vagnbrekku. Hildur heitir hún og hefur sérstakt dálæti á náttúrunni. We met this girl on top of one of the many hills surrounding Myvatn when we were counting birds last...

Endur í felli taldar

Árlegri talningu á andarungum og öndum í felli (í sárum) lauk fyrir síðustu helgi. Hér eru niðurstöður húsandartalningarinnar. Efri línan er fjöldi húsandarsteggja í Mývatnssveit í ágúst og gefur hún góða mynd af breytingum á stofnstærð húsandarinnar undanfarna...

Rjúpnatalningu lokið

Nýlokið er árlegri ungatalningu hjá rjúpu. Það er Ólafur K. Nielsen hjá Náttúrurfræðistofnun Íslands sem stendur fyrir henni og hefur hann aðstöðu hjá okkur meðan talið er í Mývatnssveit. Með honum að þessu sinni voru Sólveig Nielsen og Ute Stenkewitz. Hér er Ólafur í...