Hornsílavertíðin hafin

Vorvertíð hornsílafræðinga er nú hafin í Mývatni. Búið er að leggja gildrur um allt vatn og landverkafólk vinnur hörðum höndum að því að verka aflann. Hér er Katja Rasanen frá Finnlandi að tína síli úr einni gildrunni. The spring check on the population of...

Bárugarðar

Bárugarðarnir við Mývatn eru malarhryggir úr gjalli sem ísinn á vatninu hefur spyrnt upp. Þeir sjást víða meðfram bökkum vatnsins en mörg bárugarðasvæðin hafa verið sléttuð undir tún. Bárugarðarnir á myndinni eru við Vagnbrekku og sáust vel í kvöldsólinni í vor....

Kúluskítsleit

Í dag fórum við eina ferðina enn út á Mývatn að leita kúluskíts. Nú sást loksins til botns og við tókum fjögur snið (rauðar línur) á svæði sem búast mátti við þessum fagra þörungi. Aðeins örfáar kúlur sáust en engir flekkir. Leitin mun halda áfram. Mælikvarði í...

Svifþörungar í Mývatni

Lítill svifþörungagróður er nú í Mývatni. Hér til vinstri er línurit frá því í gær sem sýnir framvindu þörunganna síðustu 9 daga. Svarta línan er heildarmagn blaðgrænu (míkrógrömm í hverjum lítra vatns), græna línan sýnir grænþörunga, sú gula sýnir kísilþörunga og...

Jarðhitavirkjanir við Mývatn

Nokkur umræða hefur verið í rannsóknastöðinni að undanförnu um hugsanleg áhrif jarðhitavirkjana hér við bakka Mývatns. Engum blandast hugur um að allt frárennsli á yfirborði eigi greiða leið í vatnið og muni koma fljótt fram í uppsprettum eins og þeirri sem sést á...