maí 29, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Okkar ágætu grannar, Örnólfur og Fríða, tóku þessa mynd af stæðilegum rúkraga við veginn hjá Skútustöðum á föstudaginn var, þann 27. maí. Rúkraginn er sérkennilegur fugl, karlfuglinn hefur mikinn fjaðrakrans um háls og höfuð og eru engir tveir karlar eins á litinn....
maí 21, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Laxá fellur úr Mývatni í þremur kvíslum sem mynda tvær eyjar milli sín, Geldingaey og Helgey. Nafn Helgeyjar er ráðgáta, var þarna helgur staður eða var eyjan kennd við einhvern Helga? Finnbogi á Geirastöðum vissi svarið. Hann vísaði okkur á dys óþekkts manns að nafni...
maí 21, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Tímaritið Grapewine birtir grein um kúluskítinn í Mývatni í nýjasta tölublaði sínu. Greinin er á ensku og lýsir skemmtilega ýmsum sérkennum þessa fagra þörungs. Blaðið má nálgast á eftirfarandi slóð: http://www.grapevine.is/media/ pdf/Grapevine_06_2011.pdf The latest...
maí 19, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Nú snjóar í Mývatnssveit og því hefur verið gert hlé á fuglatalningunni sem er komin nokkuð á veg, búið að telja hátt í fimm þúsund fugla. Í fyrra voru taldir um 29 þúsund fuglar. Fuglar eru lítt byrjaðir að verpa svo að hretið hefur varla merkjanleg áhrif á þá....
maí 18, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Hópur vísindamanna við náttúrurannsóknir á Mývatnssvæðinu laðar að sér fjölda gesta á ári hverju. Í þessari viku voru hér meðal annars foreldrar Jamin Dreyer sem er bandarískur vistfræðinemi sem hefur dvalið hér að sumarlagi um árabil. Einnig dvaldi hér íslenskunemi...
maí 18, 2011 | Fréttir, Uncategorized
Ein af þeim fjölmörgu rannsóknum sem stundaðar eru við Mývatn snúast um vatnabobbann. Sænski doktorsneminn Magnus Johansson rannsakar erfðabreytileika og þróun vatnabobbans (Radix balthica) í Mývatni. Athygli hans beinist að því hvort mismunandi hitastig í...