Hlé gert á fuglatalningu

Nú snjóar í Mývatnssveit og því hefur verið gert hlé á fuglatalningunni sem er komin nokkuð á veg, búið að telja hátt í fimm þúsund fugla. Í fyrra voru taldir um 29 þúsund fuglar. Fuglar eru lítt byrjaðir að verpa svo að hretið hefur varla merkjanleg áhrif á þá....

Góðir gestir

Hópur vísindamanna við náttúrurannsóknir á Mývatnssvæðinu laðar að sér fjölda gesta á ári hverju. Í þessari viku voru hér meðal annars foreldrar Jamin Dreyer sem er bandarískur vistfræðinemi sem hefur dvalið hér að sumarlagi um árabil. Einnig dvaldi hér íslenskunemi...

Einn í bobba

Ein af þeim fjölmörgu rannsóknum sem stundaðar eru við Mývatn snúast um vatnabobbann. Sænski doktorsneminn Magnus Johansson rannsakar erfðabreytileika og þróun vatnabobbans (Radix balthica) í Mývatni. Athygli hans beinist að því hvort mismunandi hitastig í...

Fuglafréttir

Nokkrir sjaldgæfir fuglar hafa sést hér við Mývatn að undanförnu. Í síðustu viku sást snæugla, þrjár landsvölur, tveir dvergmáfar og í þarsíðustu viku sá Egill í Vagnbrekku margæs. Árleg fuglatalning er í þann veginn að hefjast.

Til hamingju Mývatn og Laxá !

Í dag opnaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Mývatnsstofu,nýja gestastofu, sem tileinkuð er Mývatni og Laxá. Mývatnsstofan er í gamla kaupfélagshúsinu í Reykjahlíð. Jafnframt staðfesti umhverfisráðherra verndaráætlun um svæðið. Mývatnsstofan stórbætir aðstöðu...