Fjöldi vatnafugla

Fuglatalningum í Mývatnssveit og við Laxá lauk fyrir skömmu og hér má sjá línurit yfir þróun fuglastofnanna síðustu áratugi. The annual spring waterfowl census has been finished.  Here are the population trends. 

Síritandi þörungamælir

Rannsóknastöðin hefur sett upp síritandi þörungamæli við útfall Mývatns til að fylgjast með svifþörungum í vatninu. Mælirinn er mjög fullkominn og getur greint á augabragði á milli nokkurra helstu þörungaflokka, t.d. grænþörunga (græn lína), kísilþörunga (gul lína) og...

Fuglatalning gengur vel

Fuglatalningin hefur gengið vel, ekki síst í góðviðrinu sem ríkt hefur í Mývatnssveit síðustu daga. Eins og endranær tekur hundurinn Karri virkan þátt í talningunum. Búið er að telja 18.114 fugla. Mý er aðeins farið að kvikna og fyrstu vorblómin eru að springa út. The...

Loksins logn

Eftir suðvestan garrann sem ríkt hefur síðustu daga í Mývatnssveit skall loks á logn og hiti og fuglatalningafólk hélt á bátnum út á Mývatn til að telja fuglinn á vatninu. Óvenjulegir fuglar dagsins voru hvítönd, ljóshöfði og haförn. When the storm finally calmed the...

Svarfaðardalur

Í dag beinir fuglatalningarfólk sjónaukum sínum að Fuglafriðlandinu í Svarfaðardal þar sem hitastigið er 21 gráða þrátt fyrir hvítt í fjöllum. Mikið sést af grágæs, jaðrakan og stormmávum, fuglum sem áður voru fáséðir á þessum slóðum. Today we counted birds in the...

Innrás kísilþörunganna

Hér geta glögg augu líffræðinga séð glitta á gulbrúna kísilþörunga sem hafa komið sér fyrir á steini í Laxá. Þessi tegund hefur verið að breiðast hratt út um allan heim og fannst fyrst á Íslandi árið 1994 í Hvítá í Borgarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir sjást í...

Fjaðurmagnaður þokki húsandarsteggsins

Þessar fjaðrir húsandarsteggsins sýna hvað “þróunarguðinn” getur gengið langt til að þóknast húsandarkollunni, en það er hún sem velur sér maka og þá hafa skrautfjaðrirnar og gul starandi augu hans mest að segja. Reyndar fundu fuglateljarar fjaðrirnar á morðvettvangi,...

Flottar fuglaljósmyndir

Fuglaljósmyndarinn Óskar Andri heimsótti Ramý á dögunum til að upplifa vorstemninguna og mynda fuglalífið í sveitinni. Það má sjá afraksturinn á heimsíðu hans, þar sem margar frábærar myndir er að finna: http://is.oskarandri.com/2012/05/21/myvatn-og-siglufjordur/...

Fuglatalning 2012 hafin

  Árleg fuglatalning hófst í gær, þann 20. maí og hefur gengið prýðilega þrátt fyrir hret og köld veður undanfarið. Þetta er 37da talning Ramý við Mývatn, en það er alltaf tilhlökkun að taka á móti farfuglunum og kanna ástand fuglastofnanna. Venjulega tekur...

Dagur íslenskrar náttúru

Dagurinn í dag er helgaður íslenskri náttúru. Eins og allir vita er náttúra landsins okkar að mörgu leyti einstök og verndun hennar krefst árvekni, þekkingar og fórnfýsi. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn er einn möskvi í þekkingarneti sem á að stuðla að slíkri...

Haust

Enn er vaxandi hauststemmning við Mývatn. Fé komið af fjalli og gróður að fá á sig haustblæ. Hér er horblaðkan farin að sölna lítið eitt. Þessi skrautjurt votlendisins er útbreidd víða um heim. Hún er eina tegund sinnar ættkvíslar. The bogbean or buckbean Menyanthes...

Helma

Þessi smávaxni sveppur skartaði sínu fegursta á Neslandatanga. Stafurinn eins og sjálflýsandi og hatturinn mófjólublár og fallega rákóttur. Kræki- og mýraberjalyng myndar umgjörðina. Tegundin er af ættkvíslinni Mycena og samkvæmt sveppabók Helga Hallgrímssonar nefnast...

Ruv um veiðina í Mývatni

Í gær var RUV með frétt um veiðina í Mývatni. Þar segir m.a.: „Veiðimálastofnun og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn hafa undanfarin ár fylgst vel með ástandi silungastofnsins í Mývatni. Stofninn hrundi árið 1997 og síðan þá hefur lítil veiði verið í vatninu. Í...

Skáli frá víkingaöld

Þessi risavaxna skálatóft frá víkingaöld er í vestanverðu Kelduhverfi. Hún er 28 metra löng, um átta metrum lengri en algengast var. Þarna hefur verið stórbýli ef marka má stærð og fjölda mannvirkja á þessum stað. Við komum að tóftinni snemma morguns í fyrradag, en þá...

Kvenvargur

Þær eru stásslegar þessar vargdömur sem stungu sér niður á starfsmann Náttúrurannsóknastöðvarinnar í fyrradag. Um hvað skyldu þær vera að spjalla? „Ég elska þessa O-mínus gaura, ekkert jafnast á við þá, þeir fá mitt atkvæði, og það með báðum fótum.“ These...

Bláskógar

Í dag var unnið í sameiginlegu verkefni RAMÝ og Fornleifastofnunar sem snýst um aldursgreiningu forngarða í Kelduhverfi. Við vorum í blíðskaparveðri að skoða öskulög í görðum víðs vegar um Kelduhverfi, meðal annars í Bláskógum  þar sem þessi mynd var tekin. Á henni...

Pæluvargur

Þann 1. júlí sl. sögðum við frá Chris og Rebeccu sem komu frá Bretlandi til að safna flugum vegna strontíumrannsókna. Þá var svo lítið af rykmýi að þau þurftu að lokka til sín flugur með söng. Nú eru þau komin aftur, en aðstæður eru breyttar. Þetta kallast víst...

Mýraberjalyng

Fáir þekkja þessa plöntu, en hún er mjög algeng við Mývatn. Þetta er mýraberjalyng, litla systir trönuberjalyngs. Lyngið vex í barnamosa en blöðin eru gisin, stönglarnir örgrannir og skriðulir, berin stök og lítið áberandi þótt eldrauð séu. Engin ber eru þetta árið en...

Silungsrannsóknir

Árleg úttekt Veiðimálastofnunar á silungastofnum Mývatns stendur nú yfir. Úttektin er gerð að tilhlutan RAMÝ og er fólgin í samræmdu veiðiátaki með netum af mismunandi möskvastærð. Þannig fæst mynd af ástandi stofnsins, hversu mikið er af ungfiski o.s.frv. Það eru...

Haust á næsta leiti

Gróðurinn er aðeins farinn að bera þess merki að haustið nálgist. Engjarósin er hvað fyrst plantna að slá um sig með blóðrauðum blöðum. Næturfrost var í fyrrinótt og það flýtir fyrir þessari þróun. Potentilla palustris taking on the autumn colour. One of the...

Brúsi í vanda

Í dag fengum við boð um að himbrimi væri fastur í neti á Mývatni. Við komumst að honum á báti og tókst að ná honum úr netinu. Sem betur fer var hann ósár og var frelsinu feginn. Við undruðumst hve sterkur fugl himbriminn er og ekkert lamb að leika sér við. Goggurinn...

Borkjarnar teknir úr Mývatni

Í gær voru teknir tíu borkjarnar úr austurhluta Mývatns til að greina gjóskulög og aldur setsins. Aðgerðin tókst að vonum. Á meðfylgjandi mynd sjást gjóskulög frá því kringum landnám. Lengst til vinstri er þykkt lag úr Grímsvötnum frá því um 820 e.Kr. Næst er óþekkt...

Samanburður á hita

Hér er samanburður á hitamælingum í Mývatni miðju (miðjum Syðriflóa um 40 cm frá botni) og í Geirastaðaskurði þar sem Laxá fellur úr Mývatni. Línuritið hefst 1. júní 2011 og endar 21. ágúst. Það er greinilegt að dægursveiflan er miklu meiri í útfallinu en í Mývatni,...

Hafur

Þessi ungi hafur býr í Varpteigum í sumar og heimsóttum við hann í morgun þegar við vorum að hyggja að ástandi hornsílastofnsins í Mývatni. This young buck  spends the summer in Varpteigar island and we visited him during our routine sampling of three-spined...

Leirlos enn

Enn er leirlos í Mývatni, en það er greinilega á undanhaldi. Þessi mynd var tekin í flæðarmálinu við Vagnbrekku í fyrradag. Eins og fram hefur komið er leirlosið, eða vatnablómi, það fyrirbæri þegar blágrænar bakteríur ná yfirhöndinni í lífríki vatna. Sjóndýpi í...

Vatnshitinn

Í gær var lesið á síritandi hitamæli sem er úti í Mývatni miðju og les vatnshita sex sinnum á dag. Hér sést línuritið, sem hefst haustið 2007. Á haustin kólnar vatnið í stuttan tíma niður í frostmark, en hitnar örlítið aftur þegar það leggur. Yesterday we downloaded...

Flugudans

Lækjarfluga heitir fluga ein sem elst upp í Laxá en þegar flugan kemur upp úr ánni, sem er um þetta leyti má sjá þær stíga dans á klettum og húsveggjum. Kvenflugan er stærri en karlarnir, og er ein slík neðst á myndinni. Karlarnir biðla til hennar með því að hoppa í...

Gengið til garðs

Í dag var farið í hópferð til að skoða garðlögin miklu á Fljótsheiðinni. Fyrir því stóð Hið þingeyska fornleifafélag ásamt RAMÝ. Fimmtán manns mættu og gengu eftir heiðinni endilangri í fögru veðri. Einnig var litið á kolagrafir, tóftir og svarðargrafir. Leiðsögumaður...

Bardagi

Puntkönguló heitir hún og er algeng við Mývatn. Þessir karlar voru að berjast um hylli fagurrar köngulóarstúlku sem sat í nærliggjandi puntstrái. Two fighting males of Larinioides cornutus by Lake Myvatn.

Duggöndin fallin

Að því hlaut að koma að duggandarstofninn léti á sjá. Mörg undanfarin ár hafa aðeins fáir duggandarungar komist á legg, En það var ekki fyrr en síðasta sumar að stofninn féll. Í vor (granna línan) voru líka fáar duggendur og sagan endurtók sig svo í talningunni í...

Blómarós

Í fuglatalningunni í síðustu viku gengum við fram á þessa blómarós uppi á Vagnbrekku. Hildur heitir hún og hefur sérstakt dálæti á náttúrunni. We met this girl on top of one of the many hills surrounding Myvatn when we were counting birds last...

Endur í felli taldar

Árlegri talningu á andarungum og öndum í felli (í sárum) lauk fyrir síðustu helgi. Hér eru niðurstöður húsandartalningarinnar. Efri línan er fjöldi húsandarsteggja í Mývatnssveit í ágúst og gefur hún góða mynd af breytingum á stofnstærð húsandarinnar undanfarna...

Rjúpnatalningu lokið

Nýlokið er árlegri ungatalningu hjá rjúpu. Það er Ólafur K. Nielsen hjá Náttúrurfræðistofnun Íslands sem stendur fyrir henni og hefur hann aðstöðu hjá okkur meðan talið er í Mývatnssveit. Með honum að þessu sinni voru Sólveig Nielsen og Ute Stenkewitz. Hér er Ólafur í...

Tveir spörfuglar í Höfða

Þegar við komum siglandi á fuglatalningabátnum í Höfða við Mývatn voru þessir tveir spörfuglar í gættinni og tóku okkur fagnandi. Þorsteinn frá Hamri og Laufey Sigurðardóttir. These two birds were spotted during our annual bird census, the poet Thorsteinn frá Hamri...

Leirlos

Núna seinni part sumars hefur verið leirlos í Mývatni. Leirlos er það kallað þegar blágrænar bakteríur verða ríkjandi í vatninu og gefa því leirbrúnan eða ólífugrænan lit. Leirlos er oft mikið þegar lítið mý er, en orsakasamhengið er alls ekki ljóst. Kornin á myndinni...

Ódáðahraun

Vatnasvið Mývatns teygir sig yfir meginhluta Ódáðahrauns og steinefni í hraununum eiga hvað ríkastan þátt í frjósemi vatnsins. Um síðustu helgi könnuðum við víðáttur þessarar hraun-eyðimarkar. The Lake Mývatn water catchment covers wast expanses of postglacial...

Svartárvatn

Í gær fórum við á Svartárvatn að taka sýni úr vatnsbotninum og mæla ljós og súrefni í vatnsbolnum. Svartárvatn er upp af Bárðardal og á margt sameiginlegt með Mývatni, meðal annars kraftmiklar uppsprettur, leirlos, rykmý og mikið fuglalíf. Í gær var mikið mýklak í...

Drullumall

Í dag var þéttleiki botnleðjunnar í Mývatni mældur. Slíkar mælingar hafa verið gerðar árlega frá árinu 2004. Mýflugulirfur binda saman leðjuyfirborðið með silkiþráðum og þegar mikið er af mýi verður yfirborðið stinnt. Þegar mýið hverfur, eins og nú hefur gerst, verður...

Sumarveður

Sumarveður var á Mývatni í dag eins og best gerist. Fuglarnir eru farnir að mynda fellihópa, en hins vegar vantar ungana að mestu. Í dag lauk ungatalningu hjá rauðhöfða. Niðurstaðan er 0.6 ungar á hvern kvenfugl að meðaltali sem er með alminnsta móti. (Það skal tekið...

Blóðsugur

Þessar blóðsugur lágu undir steini í fjöruborðinu í Mývatni og biðu færis að festa sig á einhverja öndina. We found these leeches under a rock on the shore of Lake Myvatn. They are of a type that suck blood from ducks.

Grafir og grónar rústir

Fornleifarannsóknir standa nú yfir á nokkrum stöðum á Mývatns- og Laxársvæðinu. Verið er að skrá fornminjar í Laxárdal, og á Hofstöðum er kirkjugarðurinn til rannsóknar. Á Skútustöðum er grafið af kappi í mikinn öskuhaug sem spannar tímann frá landnámi til 20. aldar....

Barbabrella

Birkir Fanndal hafði samband til að vekja athygli okkar á bleikum kúlum á stærð við epli í Mývatni. Er við komum á staðinn blasti við okkur furðuleg sjón. Hér eru á ferð brennisteinsbakteríur sem mynda stóra poka í vatninu. Brennisteinsbakteríur eru algengar þar sem...

Fanna skautar faldi háum

Tignarleg er hún þar sem hún rís yfir Ódáðahrauni, snævi krýnd hið efra. Enn er mikill snjór í hæstu fjöllum þótt sumarið sé loks komið. Mount Herðubreið in Ódáðahraun. Still crowned with snow.

Útilegumenn í Ódáðahrauni?

Við slógumst í för með Árna í Garði og nokkrum starfsmönnum Fornleifastofnunar á sunnudaginn var til að mæla, skrá og mynda kringlótta rúst á afviknum stað í Ódáðahrauni. Tilgangur mannvirkisins er enn hrein ráðgáta og aldurinn óþekktur. Hér er Garðar Guðmundsson að...

Ygglibrún

Hann virtist sallarólegur þessi brandugluungi þegar við rákumst á hann úti í móa í liðinni viku. We came across this young short-eared owl last week.

Nýtt mælitæki

Jake Vanderzanden prófessor, sem starfar við vatnalíffræðistöðina í Madison í Bandaríkjunum, er mættur í rannsóknastöðina. Hann hafði með sér sírita sem verið er að setja í Mývatn í dag og mælir súrefni, grugg, leiðni og bláþörungamagn. Ætlunin er að hafa tækið í...

Randakönguló

Randakönguló heitir hún þessi og er ekki óalgeng við Mývatn. Hún finnst víða um Þingeyjarsýslur en varla annars staðar hér á landi. Hún situr gjarnan á trjám og í sefi og villir á sér heimildir með því að leggja langar lappirnar saman til að líkjast fugladriti. Þegar...

Komandi mýsveifla

Í vor hefur staðið yfir undirbúningur að 10 ára verkefni sem lýtur að  nákvæmum mælingum á næstu mýsveiflu í vatninu. Verkefnið er kostað af bandaríska vísindasjóðnum og verða gerðar reglubundnar mælingar á ýmsum umhverfisþáttum og afkomu mýlirfa á þessu tímabili....