Dritey

Eyjan Dritey er í Mývatni sunnanverðu. Hún hefur minnkað mikið síðan rannsóknastöðin tók til starfa fyrir 36 árum. Veldur því einkum ísagangur á vorin þegar ísfeldurinn á Syðriflóa hefur losnað og rekur undan vindi. Nú er Dritey aðeins lítið sker, en krían heldur þó...

Hornsílatölur komnar

Þá er hornsílakönnuninni lokið í bili. Veitt var á átta stöðum í vatninu eins og venjulega. Alls veiddust 10.934 síli, sem eru næstum þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra (4239) og tvöfalt fleiri en í hitteðfyrra (5537). Fylgst er með árgangaskiptingu, sýkingartíðni...

Sjóðheitar

Þessa dagana er hér á ferðinni Anna Kerttula, en hún er verkefnisstjóri hjá bandaríska vísindasjóðnum sem hefur veitt veglega styrki til fornleifarannsókna í Mývatnssveit. Hún er að kynna sér aðstæður hér með framhaldsverkefni í huga. Einnig hefur verið hér Sophia...

19 gráður í dag !

Í dag kl 2 fór hitinn upp í 19 gráður og þessi leggjasnotra hrossafluga brá undir sig betri fætinum og naut veðurblíðunnar. Vonandi helst þetta eitthvað. Today the temperature reached 19 degrees Celsius and this long-legged tipulid immediately took advantage of the...

Sungið fyrir flugur

Í dag komu tveir jarðefnafræðingar frá háskólanum í Oxford til að safna dýrum og plöntum úr fæðukeðjum Mývatns til að rannsaka feril strontíums í náttúrunni. Margt er enn á huldu um þann feril og vonast þeir til að Mývatn geti varpað ljósi á hann vegna þess hve mikið...

Sumar?

Loks þegar létti til um miðjan dag var heldur kuldalegt um að litast. Nýfallinn snjór í fjöllum. Viðurinn er enn varla laufgaður og það er að koma júlí! When it finally cleared up today this is what we saw. New snow on the hilltops. And the leaves are hardly out yet,...

Ferlaufungur

Þegar aðrar plöntur eru enn að hika við að láta á sér kræla vegna kulda og sólarleysis hefur ferlaufungurinn árætt að ganga alla leið og er kominn vel á veg með sín mál. En plönturnar eru smávaxnar og gulir flekkir á blaðröndum (plantan á bakvið) benda til þess að...

Reklar í poka

Rannsóknahópur Wisconsinháskóla hefur ekki látið deigan síga frá því hann kom hingað í maí. Eitt af verkefnum þeirra felst í því að rannsaka hvort áburðaráhrif mýflugna komi fram í vexti grasbíta á víði á vatnsbakkanum. Fylgst er með vexti fiðrildalirfa á víðireklum,...

Dúnþurrkun

Á sunnudaginn var rákumst við á Atla Vigfússon á Laxamýri þar sem hann var að þurrka æðardún. Heldur gekk þetta illa vegna óþurrka og sólarleysis. Talsvert æðarvarp er á Laxamýri og eitt og eitt æðarpar leitar langt upp eftir ánni til varps. Atli Vigfússon at Laxamýri...

Fornleifarannsóknir hafnar

Í gær mætti hópur fornleifafræðinga á staðinn og tók til þar sem frá var horfið í fyrrasumar. Hópurinn er tvískiptur, annar hlutinn er við rannsóknir á kirkjugarðinum forna á Hofstöðum, hinn hlutinn vinnur að uppgreftri sorphaugsins mikla á Skútustöðum. Sorphaugurinn...

Þórdís

Hornsílarannsóknir standa enn yfir og kemur margt fólk við sögu. Ein af þeim heitir Þórdís og býr í Skagafirði en vinnur við Hólaskóla í sumar. Thordis is a biology student now assisting with the stickleback project in Lake Myvatn. She has spent a number of days here...

Toppönd

Enn höldum við áfram að segja frá niðurstöðum fuglatalninganna. Toppöndin er mjög algeng á Mývatni og hér sjáum við fjölda steggja í Mývatnssveit að vorlagi We continue to show the results of our  waterbird censuses. Here is the population trajectory of the...

Flóastelkur

Egill í Brekku sá flóastelk nálægt Mývatni um daginn og náði þessari mynd. Flóastelkur er sjaldgæfur varpfugl hér á landi. This Wood sandpiper was spotted by Lake Myvatn the other day by a local farmer who took this picture.

Grafendur

Graföndin er með sjaldgæfari öndum í Mývatnssveit. Mývetningar nefna hana langvíugráönd. Nokkur sveiflugangur er í stofninum en engin áberandi fjölgun eða fækkun þegar til langs tíma er litið. The Pintail is rather rare in the Myvatn area. The graph shows the number...

Vorálftir

Fjöldi álfta á vorin í Mývatnssveit breytist talsvert milli ára en engin langtíma fækkun eða fjölgun er merkjanleg. Fyrstu áratugina voru álftir áberandi  í túnum, en minni brögð hafa verið að því á seinni árum. The number of whooper swans in spring has been quite...

Hávella

Þegar RAMÝ hóf störf um 1975 var gamla fólkinu tíðrætt um hávellusönginn sem ómaði hvarvetna á vorin forðum daga en var nú að mestu þagnaður. Hávellustofninn hrundi á sjöunda áratug 20. aldar en hefur verið á mjög hægfara uppleið síðan. Orsakir hrunsins eru óljósar en...

Víshundur

Hundurinn Karri tekur jafnan virkan þátt í rannsóknum stöðvarinnar. Hér er hann að rannsaka hinn ríkulega fléttugróður Mývatnssveitar. Karri, our Samoyed dog actively pursues his own research at the station. Here he is studying the rich lichen growth of the Myvatn...

Hófstillt sóley

Hófsóleyin er einn helsti vorboðinn í Mývatnssveit. Í júníbyrjun bryddar hún vatnsbakkana með fagurgulum blómum sínum. Í ár hefur hún heldur látið bíða eftir sér en hefur nú loks árætt að breiða út faðminn. The marsh marigold (Caltha palustris) is finally flowering,...

Andartak

Í gær var hér hópur manna frá hinu bandaríska National Geographic Society að kynna sér nytjar af andareggjum við Mývatn. Hjördís gekk með þeim um andarvarpið á Geirastöðum og sagði þeim frá aldagömlum hefðum Mývetninga þar að lútandi. Hér er hún að sýna David Braun,...

Hornsílarannsóknir

Franskur doktorsnemi við Háskóla Íslands, Antoine Millet, dvelst nú í stöðinni við rannsóknir á hornsílum. Rannsóknir hans beinast að þróun síla í Mývatni. A French PhD student of the University of Iceland, Antoine Millet is now based at the research station. His...

Hornsílaveiðar

Rannsóknastöðin gerir tvær úttektir á hornsílastofni Mývatns á ári hverju. Fyrri úttektin stendur nú yfir, og er  stofninn með stærsta móti. Hornsílið er þýðingarmikill hlekkur í fæðuvef vatnsins og er talið nauðsynlegt að fylgjast með stofni þess til að greina og...

Straumönd

Straumönd hefur fjölgað mikið á efri hluta Laxár frá því talningar hófust árið 1965, og hefur verið spennandi að fylgjast með framvindunni á þessu höfuðvígi straumandarinnar á Íslandi. Fyrstu verulegu merkin um fjölgun var árið 1981 en stóra stökkið var 1986-87. Skörð...

Nýr sumarstarfskraftur

Hjördís Finnbogadóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns við Rannsóknastöðina við Mývatn. Starfið var auglýst í maí og stöðinni bárust 30 umsóknir. Hjördís er búsett á Nónbjargi við Mývatn, en hún er fædd á Geirastöðum og ólst þar upp fyrstu árin. Hún er því vel...

Myndir frá Opnu húsi í Ramý

Laugardaginn 18. júní var Opið hús í Ramý og sveitungar, vinir og velunnarar litu við, kynntu sér rannsóknirnar og þáðu kaffi og kleinur. Rannsóknateymin sögðu frá því hvers vegna hvernig þau hafa óþrjótandi áhuga á mýflugum, hvernig og hvar þau telja mýflugur, sýndu...

Egg, egg, egg, egg, egg ….

Þegar fuglatalningafólk RAMÝ bar að garði í Svartárkoti á dögunum var Elín að þvo húsandaregg vorsins. Talsvert húsandarvarp er í Svartárkoti, mest í kössum í útihúsunum og er það eina verulega varpið utan Mývatns og Laxár. Að sögn Elínar hófst varp þar af alvöru...

Skiptir stærðin máli?

Einn af bandarísku háskólanemunum sem hér dvelja í sumar, Kyle að nafni, er að rannsaka skordýralíf í eyjum og hólmum í Mývatni og Vestmannsvatni. Hugmyndin er að bera saman dýralíf í misstórum eyjum og kanna hvort stærð eyjanna skipti einhverju máli í því sambandi....

Enn fjölgar flórgoðum

Flórgoða hefur fjölgað mikið í Mývatnssveit á undanförnum tveimur áratugum. Á árum áður sáust hér að jafnaði 100-200 fuglar í vortalningum. Í vor töldum við okkur sjá tæplega 900 fugla! The Slavonian grebe (called Horned grebe in America) has been increasing over the...

Gargöndinni fjölgar

Hér er línurit sem sýnir hvernig gargöndinni (Mývetningar kalla hana litlu-gráönd) hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Metfjöldi var núna í vor.  Gargöndin er einn af einkennisfuglum Mývatns og Laxár og er fremur sjaldséð annars staðar á Íslandi. This graph...

Fuglatalningu á Mývatni og Laxá lokið

Eftir nokkra glímu við Kára tókst að ljúka fuglatalningu á tilsettum tíma. Talningunum þarf helst að vera lokið fyrir 10 júní, en um það leyti breytist dreifingarmynstur fuglanna mikið. Alls voru taldir 22.660 fuglar sem er um 2000 fuglum færra en í fyrra. Á næstunni...

Fuglatalning gengur vel

Fuglatalning vorsins gengur vel þrátt fyrir seinkun af völdum veðurs. Enn eru nokkur svæði eftir á Mývatni, og svo á eftir að telja fugla á Svartárvatni og Svartá. Rannsóknastöðin nýtur aðstoðar háskólanema frá Þýskalandi við talninguna. Sú heitir Johanna og er  við...

Botnmyndir úr Mývatni

Verið er að prófa myndavélarbúnað sem tekur staðlaðar myndir af botni Mývatns til að fylgjast með ástandi mýstofna. Hér er fyrsta myndin. Hún sýnir leðjubotn vatnsins og á honum liggja nokkrar pípur sem mýlirfur hafa skilið eftir sig. Breidd myndarinnar er um 20 cm....

Frjókornarannsóknir

Indversk stúlka, Baidehi að nafni, dvaldi hjá okkur í síðustu viku. Hún er við nám í Leeds í Englandi og er að vinna að meistaraverkefni sem lýtur að sögu gróðurs við Mývatn. Árið 2009 voru teknir borkjarnar úr Boðatjörn á Skútustöðum, en skammt frá henni standa nú...

Vorverk

Eitt af vorverkum rannsóknastöðvarinnar er að koma fyrir gildrum sem safna í sig mýflugum yfir sumarið. Þessar gildrur hafa verið við Mývatn og Laxá allt frá árinu 1977 og hafa gefið ómetanlegar upplýsingar um sveiflur í mýflugustofnum vatnsins og árinnar. Svo virðist...

Laxárdalsfuglar

Í gær og í fyrradag voru fuglar taldir í Laxárdal. Á Þverá rákumst við á kunnuglegan fugl, Áskel Jónasson, sem var svo elskulegur að sýna okkur  gamla bæinn, nýuppgerðan. Hann sagði að enn væru mörg handtökin eftir, en það sem við sáum var unun á að horfa. Okkur...

Rúkragi á Skútustöðum

Okkar ágætu grannar, Örnólfur og Fríða, tóku þessa mynd af stæðilegum rúkraga við veginn hjá Skútustöðum á föstudaginn var, þann 27. maí. Rúkraginn er sérkennilegur fugl, karlfuglinn hefur mikinn fjaðrakrans um háls og höfuð og eru engir tveir karlar eins á litinn....

Helgey

Laxá fellur úr Mývatni í þremur kvíslum sem mynda tvær eyjar milli sín, Geldingaey og Helgey. Nafn Helgeyjar er ráðgáta, var þarna helgur staður eða var eyjan kennd við einhvern Helga? Finnbogi á Geirastöðum vissi svarið. Hann vísaði okkur á dys óþekkts manns að nafni...

Grapewine

Tímaritið Grapewine birtir grein um kúluskítinn í Mývatni í nýjasta tölublaði sínu. Greinin er á ensku og lýsir skemmtilega ýmsum sérkennum þessa fagra þörungs. Blaðið má nálgast á eftirfarandi slóð: http://www.grapevine.is/media/ pdf/Grapevine_06_2011.pdf The latest...

Hlé gert á fuglatalningu

Nú snjóar í Mývatnssveit og því hefur verið gert hlé á fuglatalningunni sem er komin nokkuð á veg, búið að telja hátt í fimm þúsund fugla. Í fyrra voru taldir um 29 þúsund fuglar. Fuglar eru lítt byrjaðir að verpa svo að hretið hefur varla merkjanleg áhrif á þá....

Góðir gestir

Hópur vísindamanna við náttúrurannsóknir á Mývatnssvæðinu laðar að sér fjölda gesta á ári hverju. Í þessari viku voru hér meðal annars foreldrar Jamin Dreyer sem er bandarískur vistfræðinemi sem hefur dvalið hér að sumarlagi um árabil. Einnig dvaldi hér íslenskunemi...

Einn í bobba

Ein af þeim fjölmörgu rannsóknum sem stundaðar eru við Mývatn snúast um vatnabobbann. Sænski doktorsneminn Magnus Johansson rannsakar erfðabreytileika og þróun vatnabobbans (Radix balthica) í Mývatni. Athygli hans beinist að því hvort mismunandi hitastig í...

Fuglafréttir

Nokkrir sjaldgæfir fuglar hafa sést hér við Mývatn að undanförnu. Í síðustu viku sást snæugla, þrjár landsvölur, tveir dvergmáfar og í þarsíðustu viku sá Egill í Vagnbrekku margæs. Árleg fuglatalning er í þann veginn að hefjast.

Til hamingju Mývatn og Laxá !

Í dag opnaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Mývatnsstofu,nýja gestastofu, sem tileinkuð er Mývatni og Laxá. Mývatnsstofan er í gamla kaupfélagshúsinu í Reykjahlíð. Jafnframt staðfesti umhverfisráðherra verndaráætlun um svæðið. Mývatnsstofan stórbætir aðstöðu...

Mývatnsstofa opnuð

Ný, endurhönnuð gestastofa Umhverfisstofnunar verður opnuð við Mývatn á morgun (14. maí). Þar hefur verið sett upp sýning um náttúru Mývatns og Laxár. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir  hannar sýninguna, en Náttúrurannsóknastöðin sér um...

Viðtal við Árna á RÚV í sumar

Hér er hægt að hlusta á viðtal sem Pétur Halldórsson tók við Árna Einarsson á bökkum Mývatns einn heitan haustdag, í þættinum „Okkar á milli sagt“ í RÚV. Árni segir frá sögu Náttúrurannsóknastöðvarinnar og rannsóknunum sem þar eru...

Fuglatalningin vel á veg komin

Árleg vatnafuglatalning hófst í síðustu viku og hefur miðað vel í góðviðrinu sem ríkt hefur í Mývatnssveit að undanförnu. Búið er að fara yfir meirihlutann af svæðinu en enn á eftir að athuga fuglalíf á Laxá. Ljóst er að mikið er af fugli, en tölur verða birtar þegar...

Þrjú sumarstörf

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (Ramý) auglýsir eftir starfsfólki í greiningarvinnu. (3 störf). Ramý safnar árlega sýnum af undirstöðulífverum í vatninu, einkum af svifþörungum, mýi og krabbadýrum. Vinnan felst í flokkun og greiningu sýnanna. Vinnutímabil:...

Náttúrufræðingurinn helgaður Arnþóri Garðarssyni

Náttúrufræðingurinn, 1.-4. hefti, 79. árgangur, 2010 er kominn út.
 Hann er að þessu sinni helgaður Arnþóri Garðarssyni,
 prófessor, en hann varð sjötugur þann 6. júlí 2008. Arnþór var fyrsti stjórnarformaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og hóf talningar á...

Aukið samstarf við Háskóla Íslands

Mánudaginn 31. ágúst undirrituðu rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir og Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) viljayfirlýsingu um aukið samstarf í viðurvist umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur og sveitarstjórnar...